Áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri - fjölgum leikskólaplássum.

Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu.

Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá að amk 18 mánaða aldri, aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.

Jafnframt skorum við á bæjarstjórn að setja börn og skólamál í forgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda hefur Akureyrarbær nýlega undirritað samkomulag um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við innleiðingu sáttmálans er lögð rík áhersla á að sveitarfélög vinni fjárhagsáætlanir með þarfir barna að leiðarljósi (www.barnvaensveitarfelög.is).


Þórunn Anna Elíasdóttir    Contact the author of the petition