Áskorun til Forseta Íslands skv. 24 greininni. Fella ríkisstjórn

Siggi K

/ #64 Re:

2015-05-31 12:12

#26: GMR -  

 Ég held að þú sért bæði að misskilja stjórnarskrána og blanda tveim ólíkum greinum saman.  Ein grein hennar setur ekki annarri grein fyrir, og þú heldur því fram að forsætisráðherra hafi einn vald til að rjúfa þing ??   Hvar sérðu það skrifað  ??  

Forsetir hefur rétt til að leggja fram þingsályktunartillögur og fleira til jafns við þingmenn.  samt er hann ekki og má ekki sitja á þingi sem slíkur.  Hann má líka setja fram kröfur á ríkisstjórnarfundum enda æðssti maður ríkisráðs, hærra settur en Forsætisráðherrann. Hinsvegar má hann ekkert skipta sér af dómsvaldinu, nema hann getur náðað menn.  Ég er búinn að lesa þessa stjórnarskrá afturábak og áfram og fatta eiginlega ekki hvernig þú misskilur hana svona gríðarlega, né finn ég neitt um að forsætisráðherra geti rofið þing .  hann getur auðvitað beðið forseta að rjúfa þing, eða skilað umboði sínu til forseta.  Þá er það í hendi forseta að ákveða hvort hann rjúfi þing eða skipti bara út ríkisstjórninni.  :)