Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Contact the author of the petition

Undirskriftalistinn afhentur

Jul 24, 2014, 19:32

Fyrir fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag, 24. júlí 2014, var undirskriftalistinn með 6.600 nöfnum afhentur Birgi Ármannssyni formanni nefndarinnar. Var hann síðan tekinn til meðferðar á fundi nefndarinnar. Ekki varð nefndin við þeirri beiðni að beita sér fyrir slitum stjórnmálasambands við Ísrael, en ég sem upphafsmaður söfnunarinnar trúi og vona að hún hafi átt sinn þátt í því að gera íslenskum yfirvöldum ljóst að þjóðin vildi afdráttarlaus viðbrögð við framferði Ísraelsmanna á Gaza.


Illugi Jökulsson

Comments (2)
Facebook