Við viljum Félagslega húsnæðistefnu sem leyfir gæludýrahald


Guest

#51

2015-01-23 23:50

Manneskjur og dýr hafa alltaf fylgst að. Gæludýr hafa stórt pláss i eigandanns hjarta. Það er grimmdarlegt að krefjast að fólk og fjölskyldur verði að losa sig við það kjærasta sem það á, til að fá þak yfir höfuðið. Gjæludyr i dag eru jafn hreinleg og eygendurnir, og fá sínar sprautur til að forðast sjúkdóma. Það er bara ekki hugsað um gæludýr i dag, eins og var gert fyrir 50 arum siðan, sem betur fer.

Guest

#52

2015-01-24 01:12

Sem betur fer eru gæludýr fjölskyldumeðlimir fyrir flesta sem þau eiga. Það segir sig sjálft, ekki sundra fjölskyldum. Gæludýr eiga líka allan rétt á sinni tilveru.

Guest

#53

2015-01-24 03:41

Einnig kominn tími á kaffihús fyrir ábyrga hundaeigendur og gæludýrin þeirra!

Guest

#54

2015-02-02 11:17

Hvergi í hinum vestræna heimi er hundahald eins strangt og á Íslandi en það er kominn tími til að breyta því, folk fær ekki íbúð af því að það á hund! Að eiga hund er afskaplega gott fyrir sálina en erlendis eru hundar á hjúkrunarheimilum og heimilum fyrir börn með þroskaheftir, gæludýrin okkar eru hluti af fjölskyldunni og því er ekki hægt að ætlast til að fólk losi sig þau eins og hvert annað rusl þegar það þarf að flytja!


Guest

#55

2015-02-02 12:42

Hvergi í hinum vestræna heimi er hundahald eins strangt og á Íslandi en það er kominn tími til að breyta því, folk fær ekki íbúð af því að það á hund! Að eiga gæludýr er afskaplega gott fyrir sálina, erlendis eru hundar á hjúkrunarheimilum og heimilum fyrir fólk og börn með þroskahamlanir, gæludýrin okkar eru hluti af fjölskyldunni og því er ekki hægt að ætlast til að fólk losi sig þau eins og hvert annað rusl þegar það þarf að flytja!

Guest

#56

2015-05-06 08:53

það er lífsnauðsinlegt fyrir öryrkja aldraða að geta verið með félagsskap af gæludýrum vegna einangrunnar .
Sara

#57

2015-09-28 21:23

Dýr eru fjölskyldumeðlimir


Guest

#58

2015-09-28 22:50

Mér lángar svo í stóran páfagauk en þar sem ég bý eru dýr ekki leifð vona að þetta hjálpi

Guest

#59

2015-09-29 08:47

Mjög svo óheilbrigðar hvatir að vilja stjórna því hvernig aðrir lifa sínu lífi innan veggja þeirra eigin heimilis.
Fólk reykir inni hjá sér og lyktin berst á milli íbúða og í sameign. Börn leika sér með mismiklum hávaða sem berst einnig á milli íbúða. hvorugt er bannað í fjölbýli. Og ofnæmisbullið kaupi ég ekki. Fyrir nú utan að gæludýr fólks er oft þess besti vinur.

Guest

#60

2015-09-29 09:13

Allir hafa rétt á að eiga gæludýr, þau gleðja og lengja lífið.

Guest

#61

2015-09-29 09:25

Gæludýr geta bætt lífsgæði og gefið tilgang. Fyrir þá sem eru undir í lífinu, eins og oft er með þá sem þurfa á félagslegum búsetuúrræðum að halda, getur verið ómetanlegt að taka ábyrgð á öðrum en sjálfum sér og að eiga traustan félaga sem tekur þeim á þeirra eigin forsendum. Að svipta fólk þeim möguleika er ekkert nema mannvonska.

Guest

#62

2015-09-29 16:24

gæludýr hafa gera mjög mikið fyrir andlega hlið fólks. Tau geta lika lækkað lækniskostnað ríkisins, lyfjakostnað, haldið fólki edrú, komið í veg fyrir sjálfsvíg og fl....

Guest

#63

2015-09-29 22:12

Fólk á að geta haft með sér vini sína smáa og stóra þegar það þarf að flytjast í félagslegt húsnæði.

Guest

#64

2015-10-06 21:13

enda finnst mer komin timi til að laga þessar fáranlegu reglur sambandi með dyrahald i felagslegum husnæðum...

Guest

#65

2015-10-22 09:17

Þó fyrr hefði verið og svo er ekki úr vegi að kanna lögmæti þeirra regla sem takmarkar eða bannar gæludýrahald.


#66 Mannréttindabrot

2017-11-07 15:11

Þetta er bara hreint og klárt mannréttindabrot af hálfu þessara félagslegu leigufélaga.  Gæludýrin eru hluti af fjölskyldunni og oft nauðsynleg hjálp þegar kemur að líkamlegum og andlegum kvillum.  Það er ekki bara að félagslega kerfið stuðli að sársauka og sorg fyrir viðkomandi fjölskyldu, sem þarf kannski að drepa dýrið sitt þar sem ekki fá þau öll nýtt heimili, heldur er félagslega kerfið líka að stuðla að lélegri heilsu hjá viðkomandi.

Ég fór t.d. nánast aldrei út að labba áður en ég fékk hund en nú fer ég nánast á hverjum degi marga kílómetra með hundinum mínum.  Ég væri svo líklega óvinnufær eða langleiðina í það vegna andlegra kvilla ef ég ætti ekki hund sem ég þarf að hreyfa, þjálfa og knúsa á hverjum degi. :)