Fyrir Aleppo

Sem þegn þessa lands krefst ég þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi tafarlaust hin hryllilegu þjóðarmorð sem eiga sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Ég krefst þess einnig að ríkisstjórnin leiti allra leiða til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis til þeirra sem haft geta bein áhrif á gang mála, sér í lagi ríkisstjórnir Rússlands og Bandaríkjanna. Ég krefst þess einnig af öllum kjörnum þingmönnum og Forseta Íslands að þeir þrýsti á ríkisstjórnina í þessu máli. Ég samþykki ekki að vegna smæðar landsins sé lítið sem við getum gert. Þvert á móti á Ísland, sem herlaust land, að vera leiðandi afl í þágu friðar í heiminum og við eigum láta einskis ófreistað að rödd Íslands heyrist sem víðast þannig að eftir verði tekið. Ég krefst þess að mál þetta sé sett í forgang á Alþingi Íslendinga fyrir jólin sem nú ganga í garð.