Skorum á forseta Íslands að samþykkja ekki nýju útlendingalögin

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Við undirrituð skorum á þig að skrifa ekki undir nýju útlendingalöggjöfina sem valda mun róttækum breytingum á íslensku samfélagi og munu þær breytingar leiða til óafturkræfs skaða og tjóns.

Það er óhætt að fullyrða að gjá sé milli þings og þjóðar í þessu máli og því er brýnt að þjóðin sjálf fái að kjósa um þetta mikilvæga mál.

1 júlí 2016: Forsetinn hefur nú undirritað lögin áður en við náðum tilætluðum fjölda undirskrifta.
Þar sem lögin taka ekki gildi fyrr en um næstu áramót,  þá höldum við undirskriftasöfnunni áfram.
Við sem undirritum eftir 1. júlí, mótmælum ofangreindum lögum og krefjumst þess að þau verði afturkölluð og þau endurbætt, eða ný, verði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Við krefjumst þess að þjóðin fái að koma beint að ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki, sem varðar framtíð þessarar þjóðar svo mjög.