Við viljum betra veður núna!

Sumarið 2013 fer ekki vel af stað og ljóst er að grípa þarf til aðgerða strax til bjarga því sem bjargað verður.

Við viljum betra veður strax og að viðeigandi aðilar grípi til aðgerða í þá veru hið snarasta. Tillögur að slíku ferli felast m.a. í þessum atriðum:

-Einkavæðum Veðurstofuna - það segir sig bara sjálft!

-Frí á rigningardögum - ef þetta verður kjarasamningsbundið, þá má búast við því að vinnuveitendur og hið opinbera muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja glampandi sól og sjóðandi hita.

-Blæjustrætó - ef allir strætisvagnar á Íslandi verða með opnanlegu þaki þá þýðir það að það er ekki hægt að hafa rigningu og rok alla daga og enginn mun þá ferðast með strætó lengur.

-Raforka með sólarrafhlöðum - hættum öllum vatnsaflsvirkjunum og vindmylluævintýrum með raforku - ef þjóðin þarf að stóla á sólina fyrir raforku þá er ljóst að allir hagsmunaðilar munu leggjast á eitt að tryggja hér skínandi sól alla daga.

Látum okkur varða málið - skrifum undir betra veður núna :)