Björgun úr Bryggjuhverfinu

íbúi

/ #10 Björgun

2013-10-05 12:58

Uppbygging á Bryggjuhverfinu hófst í samstarfi við Björgun, með það markmið að Björgun myndi færa starfsemi sína að verki loknu. Enda sé eðli máls samkvæmt ekki tækt að hafa svo umfangsmikla atvinnustarfsemi í íbúðarhverfi. Ljóst er, með tillit til núverandi reglugerða um deiliskipulag, að starfsemin fengi ekki tilskilin leyfi, til þess að starfa svo nálægt íbúðarbyggð. Samt sem áður fær Björgun framlegt hinu tímabundna leyfi frá Reykjarvíkurborg, ár eftir ár í óþökk hundruði manna. Ástæðan fyrir framlengingunni virðist óljós, enda ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að flytja starfsemina, þar sem Reykjavík átti að útvega annað athafnarsvæði. Nú eru liðin nær 15 ár frá því fyrstu íbúðirnar risu í Bryggjuhverfinu, allt frá þeim degi þar sem fyrstu kaupendurnir, festu kaup á framtíðarheimili sínu í hverfinu, hafa loforð og væntingar verið að Björgun myndi víkja fyrir frekari uppbyggingu. Loforðin og samningar hafa ekki haldist á kostnað fólksins, stöðvun á uppbyggingu hefur margvíslega neikvæða þýðingu fyrir íbúa hverfisins, hvað varðar þjónustu og samgöngur. Verði Björgun ekki gert að yfirgefa svæðið við þessa ítrekun íbúa, ætti því næst að höfða skaðabótamál á hendur borginni á grundvelli réttmætra væntinga á efndum loforða stjórnvalda. Bryggjuhverfið var og er framsækin hugmynd að hverfi sem gæti verið einn helsti hornsteinn borgarinnar.

Þakka fyrir gott framtak íbúa, kveðja,
Kjartan Smári Jóhannsson