Leiðréttið kjör öryrkja og aldraða fyrir áramót 2015-2016


Guest

/ #24

2015-12-10 21:39

Það að missa heilsuna á ekki að þýða það að maður sé dæmdur til að lifa í fátækt það sem eftir er. Maður heyrir suma alþingismenn tala um að það þurfi að vera hvati til staðar til að fara aftur á vinnumarkaðinn, ég held stundum að fólk rugli örorkubótum við atvinnuleysisbætur. Þeir sem eru öryrkjar hafa verið metnir sem óvinnufærir af fagfólki, á að fjársvelta óvinnufært fólk þangað til að það verður vinnufært? Getur einhver bent mér á rannsókn sem sýnir fram á að það virki? Fer lamaður maður að labba ef hann er nógu fátækur? Yngist gamla fólkið upp og hleypur út á vinnumarkaðinn? Verða þeir sem eru með óbærilegt þunglyndi svo hoppandi kátir í fátæktinni að þeir verða færir um vinnu aftur? Það er skömm af þessu og ekkert annað.