Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!

Íslendingur

/ #312 Sigmundur flytur í hús sem Mágur hans átti og kom yfir á kennitölur tengdaforeldra Forsætisráðherra!

2016-04-02 01:49

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er nú að flytja í glæsihöll í Garðabæ við Skrúðás 7 ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttir, og dóttur þeirra. Vísir greindi frá þessu þann 13. desember. Áður hefur Sigmundur búið í Seljahverfinu í Breiðholti.

Samkvæmt fasteignaskrá eiga foreldrar Önnu Sigurlaugar, Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir, húsið við Skrúðás sem metið er á 115 milljónir króna. En húsið á sér sögu líkt og flest hús. Fyrri eigandi hússins var eignarhaldsfélagið Stofn sem Stundin fjallaði nokkuð ítarlega um í september stuttu eftir að félagið var formlega úrskurðað gjaldþrota. Lýstar kröfur í búið voru tæplega 308 milljónir króna. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun.

 

Stofn var í eigu Boga Óskars Pálssonar, fyrrverandi stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs. Bogi keypti húsið árið 2005 þegar allt lék í lyndi hjá honum en árið áður greiddi hann næst mest allra Reykvíkinga í opinber gjöld. Í aprílmánuði 2009 var húsið flutt yfir á félagið Stofn. Óljóst er hvað félag Boga borgaði Boga fyrir húsið. Þó er ljóst að Bogi undirritaði afsal bæði sem kaupandi og seljandi. Aðeins fáeinum mánuðum síðar, eða í september sama ár, var húsinu afsalað til núverandi eigenda þess, foreldra Boga.

Stofn ehf. var eignarhaldsfélag Boga og fjölskyldu sem hélt utan um hlutabréf í Exista upp á 4,8 milljarða króna, sem urðu verðlaus við efnahagshrunið. Nafni félagsins var breytt 26. mars síðastliðinn, varð KSR ehf., tuttugu dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði að taka skyldi búið til gjaldþrotaskipta.

Lögheimili Sigmundar Davíð er eyðibýli að Hrafnabjörgum III í Norðausturkjördæmi. Þar hefur hann þó aldrei búið að neinu ráði en hann skipti um lögheimili í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Þá bentu skoðanakannanir til þess að Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná manni inn í Reykjavíkurkjördæmum.

http://stundin.is/frett/sigmundur-flytur-i-/