Breytum klukkunni á Íslandi

Quoted post


Guest

#90

2013-12-19 00:24

Þetta væri mjög sniðugt því að bæði myndi manni líða meira eins og það væri dagur á morgnana og við myndum fara fyrr að sofa af því að það er lengra síðan að það myrkvaði.

Replies

Lífsklukkan...

#93 Re:

2013-12-19 02:52:44

#90: -

Nákvæmlega, við og sérstaklega börnin okkar fengju að sofa "lengur" á morgnanna og fara í skólann óþreytt og ekki í kolniðamyrkri og fara fyrr í háttinn fyrir vikið :)

Og hvaða máli skiptir þó fullorðið fólk komi "seinna" heim úr vinnu, er ekki hvort eð er koldimmt kl. 17-18 hér á daginn þegar venjulegum vinnutíma lýkur eða hvað ? Og hvernig væri þá bara að koma sér fyrr í rúmið og koma lífsklukkunni í lag ?!

Og þeir sem vilja meina að fólk sem býr erlendis sé að verða vitlaust á þessum breytingum þá er það svo sannarlega eitthvað annað en ég hef heyrt og reynt, hef bæði búið í Englandi og Danmörku og sérstaklega í Danmörku elskar fólk þetta...allavega allur sá fjöldi sem eg þekki.

Hrædd um að margir séu að misskilja eitthvað hér, það er ekki verið að tala um að færa klukkuna aftur á bak þannig að við vöknum 2 tímum fyrr eða kl. 5 í stað 7 heldur fram þannig að við séum að vakna 9 í stað 7 !!