Vatnsbrunnar allt árið!

Vatnsbrunnarnir við göngustígana í Reykjavík eru flestir lokaðir yfir haust-, vetrar- og vormánuðina þar sem rennandi vatn er talið geta frosið á stígunum og skapað hættu. Annarsstaðar t.d. á Seltjanarnarnesi eru vatnsbrunnar opnir allt árið um kring og hefur það reynst vel.

Fjöldi hlaupara sem nota göngustígana í Reykjavík hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Þá hlaupa maraþonhlauparar oft 20-40 km í einu með tilheyrandi vökvatapi og þurfa því nauðsynlega að drekka reglulega mikið vatn á leiðinni. Að halda öllum vatnsbrunnum í Reykjavík opnum allt árið er því mikilvægt hagsmunamál og jafnvel öryggismál fyrir þennan hóp.

Vatnsbrunnar allt árið!