Við viljum Félagslega húsnæðistefnu sem leyfir gæludýrahald


Guest

/ #31

2014-04-28 20:28

Það er almennur réttur allra einstaklinga sem hafa tíma, getu og og heilbrigða skynsemi að halda dýr. Vísindin hafa sýnt fram á að dýr hafa fylgt manninum í milljónir ára og tel ég ekkert óeðlilegt að þau fái að gera það áfram, hvort sem það er í stórborgum eða sveitum, svo lengi sem aðhald þeirra er gott og allir njóti.
Við sem elskum dýr getum ekki hugsað okkur lífið án þeirra. Sú staðreynd að fólk verði að losa sig við sína litlu vini og oftar en ekki bestu vini, vegna þess eins að það þurfi á félagslegu húsnæði að halda gerir mig öskuilla. Þannig er níðst á dýrunum og sálarlífi fólks.
Þetta er einnig hvað oftast fólkið sem þarf á þessum félagsskap að halda hvað mest og hefur jafnvel góða aðstöðu til t.d. hundahalds, því það vinnur oft ekki úti.