Rannsókn á einkavæðingu

Til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis.

Hinn 12. nóvember 2012 samþykkti Alþingi ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum 1998-2003.

Ályktunin var samþykkt mótatkvæðalaust. Eigi að síður hefur Alþingi í fjögur og hálft ár heykst á að skipa umrædda rannsóknarnefnd.

Nú hefur rannsókn á einum afmörkuðum þætti þessarar einkavæðingar leitt í ljós að þar var heldur betur maðkur í mysu.

Við undirrituð teljum því mjög brýnt að einkavæðingin í heild verði rannsökuð og beinum því til þín að ganga í að hin þriggja manna rannsóknarnefnd verði skipuð nú þegar.

Við treystum þér, Unnur Brá, til að bregðast hratt og vel við.

Sign this Petition


OR

Your email address will not be published on our site. However, the author of the petition will see all the information you provide on this form.

You will receive an email with a link to confirm your signature. To ensure you receive our emails, please add info@petitions24.com to your address book or safe senders list.
Facebook